Nýjast á Local Suðurnes

Sóley Sigurjóns GK komin til Siglufjarðar – Eldsupptök enn ókunn

Mynd: Landhelgisgæslan

Línuskipið Tómas Þorvaldsson kom í gærkvöldi til Siglufjarðar með togskipið Sóleyju Sigurjóns GK í togi, eftir að eldur kviknaði þar um borð upp úr hádegi í gær.  Mikill viðbúnaður var vegna eldsins og sigu reykkafarar meðal annars niður í skipið úr þyrlu Landhelgisgæslunnar og björgunarskip Landsbjargar voru send á vettvang. Engan úr áhöfn skipsins sakaði.

Ekki tókst að koma aðalvél skipsins í gang vegna brunaskemmda, og því var skipið dregið til hafnar. Eldsupptök eru ókunn.