Nýjast á Local Suðurnes

Icelandair aflýsa flugi – Hefur áhrif á um 4000 farþega

Myndin tengist fréttinni ekki

Icelandair hefur aflýst flugi til Bandaríkjanna og London síðdegis á morgun, samkvæmt upplýsingum á vef Keflavíkurflugvallar. Flugi félagsins til Kaupmannahafnar klukkan 14 hefur einnig verið aflýst.

Þá hefur öllum komum Icelandair á Keflavíkurflugvelli milli klukkan 14:05 og 16:00 verið aflýst sem og komum frá Kaupmannahöfn og London Heathrow um kvöldið.

Önnur flugfélög halda þó áætlun enn sem komið er, en farþegum er bent á að fylgjast með á vefsíðum flugfélaga og Isavia fyrir nánari upplýsingar. Fram kom á vef vísis að um fyrirbyggjandi aðgerðir sé að ræða hjá Icelandair sem hafi áhrif á um 4.000 farþega.