Nýjast á Local Suðurnes

Garðar “Iceredneck”: “Örn Árna eða Hópkaup eru ekkert að koma og redda málunum”

Flugeldasala um áramót er helsta fjáröflunarleið björgunarsveita landsins og ber uppi kostnað vegna starfseminnar mestan hluta ársins, en töluverð aukning hefur orðið á útköllum vegna aukins straums ferðamanna til landsins. Fjöldi annara aðila býður flugelda til sölu um þessi áramót, eins og undanfarin ár, en á mun lægra verði en gengur og gerist hjá björgunarsveitunum.

Ein helsta SnapChat-stjarna landsins, Garðar “Iceredneck” Viðarsson, vekur athygli á þessu í stöðuuppfærslu á Facebook og á SnapChat, en hann hvetur fólk til að versla við björgunarsveitirnar, enda ætti hann ekki von á að Örn Árnason eða fulltrúar Hópkaupa myndu redda málunum, sæti hann fastur í bíl sínum á afviknum stað. Færsla Garðars hefur vakið mikla athygli og verið deilt af fjölda fólks.

“Ég kaupi alltaf flugelda af björgunarsveitunum. Björgunarsveitirnar á Íslandi hafa farið út í öllum veðrum og bjargað húsþökum, trampólínum og ekki sýst fólki!” Segir Garðar í færslu sinni, sem finna má í heild sinni hér fyrir neðan.