Nýjast á Local Suðurnes

Reykjanesbær myndaður með dróna – Sjáðu Myndirnar!

Ómönnuð loftför, svokallaðir drónar, eru sífellt að verða algengari eign á meðal almennings enda hægt að nýta þá á skemmtilegan máta, meðal annars við ljós- og kvikmyndun. Suðurnesjamaðurinn Skúli Steinn Vilbergsson er einn af þeim fjölmörgu sem hafa fjárfest í slíku loftfari og hefur hann verið að prófa sig áfram í ljósmyndun með drónan að vopni.

Myndirnar hér að neðan tók Skúli Steinn með Dji Phantom 2 dróna og er notast við annað nýtt æði við myndatökuna en það er GoPro Hero4 Black, en þær myndavélar eru líkt drónarnir orðið gríðarlega vinsælt tækniundur.

Við fengum góðfúslegt leyfi hjá Skúla til að birta myndirnar sem eru teknar á fögrum sumardegi í Reykjanesbæ. Hægt er að stækka myndirnar með því að smella á þær.

droni13

droni12

droni11droni10

droni9

droni8

droni7

droni6droni5

droni3

droni2

droni1