Aðventusvellið tekið í notkun

Aðventusvellið verður opnað um helgina. Svellið var opnað í fyrra með góðum árangri.
Með svellinu gefst fjölskyldum einstakt tækifæri til að upplifa saman gleðilegar stundir með hressandi útivist og hreyfingu, segir í tilkynningu.
Alltaf verður opið á svellinu þegar opið er í Aðventugarðinum og á ýmsum öðrum tíma einnig. Upplýsingar um opnunartíma og bókanir eru á adventusvellid.is