Nýjast á Local Suðurnes

Vistaður í fangaklefa tvisvar sinnum sama daginn

Lögreglan á Suðurnesjum færði nýverið karlmann á þrítugsaldri tvisvar sinnum í fangaklefa á þriggja klukkustunda tímabili. Fyrst var hann handtekinn rúmlega níu að morgni til vegna glannalegs aksturslags. Reyndist hann þá vera undir áhrifum áfengis og fíkniefna við aksturinn.  Hann var einnig sviptur ökuréttindum.

Um þremur klukkustundum síðar barst lögreglu tilkynning um karlmann í annarlegu ástandi sem var að reyna að stela vörum úr verslun ÁTVR og skartgripaverslun í umdæminu. Þar reyndist vera á ferðinni sami maður og skömmu áður hafði verið látinn laus vegna vímuakstursins. Hann var grunaður um að hafa stolið þremur hálsmenum úr skartgripaversluninni.