Nýjast á Local Suðurnes

Ráðhús og íþróttamannvirki lokuð vegna verkfalls

Ljósmynd: Reykjanesbær.is / OZZO

Verkfall félagsmanna BSRB hófst í morgun eftir að ekki náðust samningar á milli aðila. Verkfallið mun hafa töluverð áhrif í Reykjanesbæ, meðal annars á starfsemi Ráðhús Reykjanesbæjar, bókasafn, sundlaugar, íþróttamiðstöðvar og Umhverfismiðstöð með eftirfarandi hætti:

  • Ráðhús Reykjanesbæjar: Afgreiðsla þjónustuvers verður lokuð frá 5. júní til 5. júlí eða þar til verkfall leysist. Eingöngu verður tekið við erindum í gegnum síma 421-6700 og tölvupóst á netfangið  reykjanesbaer@reykjanesbaer.is
  • Bókasafn Reykjanesbæjar verður opið en opnunartíminn styttur og lokað kl. 16:00. Þjónusta verður skert og fólk hvatt til að nýta sér sjálfsafgreiðsluvél í afgreiðslu við útlán og skil bóka.
  • Umhverfismiðstöð: Verkfallið nær til hluta starfsmanna og verður því skert þjónusta frá 5. júní til kl. 23:59 laugardaginn 17. júní 2023.
  • Sundlaugar og íþróttamannvirki: Verkfall er ótímabundið frá mánudeginum 5. júní og verða því sundlaugar og íþróttamannvirki lokuð þar til verkfall leysist. Þetta mun ekki hafa áhrif á almenna kennslu síðustu daga skólaársins sem hefur farið fram í nokkrum íþróttamannvirkjum. Íþróttaæfingar falla niður í öllum íþróttamannvirkjum og sundlaugum.

Hér á vefnum má nálgast upplýsingar um hvert erindum skal beint varðandi ýmsa þjónustu svo sem þjónustu Velferðarsviðs og Umhverfis- og framkvæmdasviðs.

UPPLÝSINGAR VEGNA VERKFALLS