Nýjast á Local Suðurnes

Stefna á skipti á Ramma og fyrrum hersjúkrahúsi

Viljayfirlýsing um að Reykjanesbæjar og QN55 ehf. hafi skipti á fasteignum var tekin fyrir á síðasta fundi bæjarráðs.

Um er að ræða svokallað Rammahús, við Seylubraut, annars vegar og fyrrum hersjúkrahús Varnarliðsins, bygging 710 á Ásbrú, hins vegar.

Bæjarráð samþykkti tillöguna og fól Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra að undirrita viljayfirlýsinguna og vinna áfram í málinu.