Nýjast á Local Suðurnes

Fengu viðurkenningar fyrir áratuga starf hjá Grindavíkurbæ

Frá vinstri: Kristín Elísabet Pálsdóttir, Valdís Kristinsdóttir, Ólína Þuríður Þorsteinsdóttir og Stefanía Ólafsdóttir.

Árshátíð Grindavíkurbæjar var haldin í Lava-sal Bláa Lónsins síðastliðinn laugardag, að venju voru veittar ýmsar viðurkenningar og fengu fjórir starfsmenn bæjarins starfsaldursviðurkenningar fyrir margra áratuga starf í þágu bæjarins.

Valdís Kristinsdóttir grunnskólakennari, Kristín Elísabet Pálsdóttir leikskólakennari og Ólína Þuríður Þorsteinsdóttir starfsmaður íþróttamiðstöðvar fengu viðurkenningu fyrir 30 ára starf og Stefanía Ólafsdóttir grunnskólakennari fyrir 40 ára starf. Samtals hafa þær 130 ára starfsreynslu hjá Grindavíkurbæ.

Frá vinstri: Kristín Elísabet Pálsdóttir, Valdís Kristinsdóttir, Ólína Þuríður Þorsteinsdóttir og Stefanía Ólafsdóttir.