Samrunaviðræður sigldu í strand – SKEL vildi aukningu hlutafjár
Fjárfestingafélagið SKEL og Samkaup sem rekur verslunarkeðjuna Nettó hafa slitið samrunaviðræðum sem staðið hafa yfir undanfarna mánuði.
Að mati fjárfestingafélagsins hefur Samkaup mætt rekstrarlegum áskorunum það sem af er ári, segir í tilkynningu, en það hafa matvörueiningar Heimkaups, sem er í eigu SKEL einnig gert , líkt og uppgjör SKEL fyrir fyrstu 6 mánuði ársins ber með sér.
SKEL gerði kröfu um að hluthafar Samkaupa myndu auka hlutafé félagsins fyrir samruna. Stjórn Samkaupa féllst ekki á þá kröfu og tilkynnti um slit á viðræðunum.