Nýjast á Local Suðurnes

Samrunaviðræður sigldu í strand – SKEL vildi aukningu hlutafjár

Verslun Nettó við Krossmóa

Fjár­fest­inga­fé­lagið SKEL og Sam­kaup sem rek­ur versl­un­ar­keðjuna Nettó hafa slitið samrunaviðræðum sem staðið hafa yfir undanfarna mánuði.

Að mati fjárfestingafélagsins hefur Sam­kaup mætt rekstr­ar­leg­um áskor­un­um það sem af er ári, segir í tilkynningu, en það hafa mat­vöru­ein­ing­ar Heim­kaups, sem er í eigu SKEL einnig gert , líkt og upp­gjör SKEL fyr­ir fyrstu 6 mánuði árs­ins ber með sér.

SKEL gerði kröfu um að hlut­haf­ar Sam­kaupa myndu auka hluta­fé fé­lags­ins fyr­ir samruna. Stjórn Sam­kaupa féllst ekki á þá kröfu og til­kynnti um slit á viðræðunum.