Nýjast á Local Suðurnes

Hrókar koma fólki í jólaskap – Myndband

Hljómsveitin Hrókar frá Keflavík sem gerði garðinn frægan hér á árum áður hefur sent frá sér nokkur jólalög sem ættu að koma fólki í rétta gírinn yfir hátíðirnar.

Hljómsveitina skipa hinir eiturhressu Friðrik Ívarsson, Jón Rósmann Ólafsson, Magnús Daðason, Oddur Garðarsson og Ólafur Sigurðsson og það er nokkuð ljóst að kapparnir hafa engu gleymt þegar kemur að tónlistinni eins og sjá má og heyra í myndbandinu hér fyrir neðan. Fyrir þá sem vilja svo meira stuð er hægt að skoða fleiri myndbönd á Fésbókarsíðu þeirra félaga.