Vinnuvél valt eftir árekstur við landgöngubrú

Það óhapp varð í vikunni á Keflavíkurflugvelli að landgöngubrú var ekið á kyrrstæða og mannlausa vinnuvél. Verið var að aka brúnni að flugstöð Leifs Eiríkssonar þegar óhappið varð.
Vinnuvélin valt við áreksturinn og brotnuðu við það framrúða og spegill á henni. Einnig voru sjáanlegar skemmdir á landgöngubrúnni.