Nýjast á Local Suðurnes

Hversvegna fríka kettir út þegar þeir sjá gúrkur? – Myndband!

Yfir 5 milljón manns hafa horft á þetta myndband sem sýnir viðbrögð katta þegar þeir verða varir við gúrkur við hlið sér, en þó það sé afar fyndið og skemmtilegt að horfa á myndbandið er kattareigendum ekki ráðlagt að leika sér að því að gera þetta, þar sem þetta mun geta haft slæm áhrif á sálarlíf dýranna.

En hversvegna sýna kettir þessi viðbrögð? Con Slobodchikoff, sérfræðingur í atferli dýra segir ástæðuna vera þá að kettir séu að eðlifari hræddir við snáka og að gúrkur líkist snákum nógu mikið til þess að þeir sýni þessi afar ýktu viðbrögð.