Nýjast á Local Suðurnes

Heimilislaus í annað sinn á þremur mánuðum – “Langþráða heimilið var ekki griðastaður”

Allt stefnir í að Sigrún Dóra Jónsdóttir og börn hennar verði heimilislaus í annað sinn á innan við þremur mánuðum, en þau þurfa að yfirgefa núverandi leiguhúsnæði sitt við Hafnargötu 12 sem fyrst eftir að heitavatnslögn í húsinu sprakk.

Þetta kemur fram í færslu sem deilt hefur verið á Facebook, og finna má hér fyrir neðan, en þar er biðlað til almennings að veita aðstoð sé þess kostur. Í færslunni kemur einnig fram að ýmis vandamál hafi komið upp í húsnæðinu og hefur til að mynda nokkrum sinnum þurft að kalla til lögreglu þar sem öryggi Sigrúnar Dóru og barna hennar hafi verið ógnað.