Nýjast á Local Suðurnes

Sveitarfélögin undirbúa sameiginlega heilsu- og forvarnarviku

Heilsu- og forvarnarvika verður nú í fyrsta sinn haldin sameiginlega á Suðurnesjum og fer hún fram 2. – 8. október nk. Markmiðið með heilsu og forvarnarviku er að draga úr þeim áhættuþáttum sem einstaklingar geta staðið frammi fyrir á lífsleiðinni og hlúa að verndandi þáttum með þátttöku allra bæjarbúa.

Fyrirtæki og stofnanir í sveitarfélögunum á svæðinu eru hvött til að bjóða íbúum upp á fjölbreytta heilsu- og forvarnardagskrá. Nú þegar er Foreldrafélag grunnskólanna í Reykjanesbæ, FFGÍR, búið að bóka Rannsókn og greiningu til að vera með kynningu fyrir foreldra 3. október.

Allar upplýsingar um hvernig taka má þátt í dagskránni má finna hér.