Nýjast á Local Suðurnes

Vildi gera vel við sig en gat ekki borgað

Lögreglan á Suðurnesjum var kölluð til um helgina þegar maður neitaði að greiða reikning á veitingastað í Keflavík. Sá hafði áður neitað að borga á sama veitingastað en að þessu sinni sagðist hann ætla að borga bæði gamla reikninginn og fyrir matinn sem hann pantaði sér.

Þegar kom að því að borga gat hann það ekki, samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni.

Maðurinn sagði lögregluþjónum að hann ætti ekki pening til að greiða fyrir veitingarnar. Hann hefði hins vegar viljað gera vel við sig.