Nýjast á Local Suðurnes

Leik Grindavíkur og Þórs frestað – Stór hluti leikmanna Þórs eru óleikfærir vegna veikinda

Mynd: Skjáskot RUV

Mótanefnd Körfuknattleikssambands Íslands hefur samþykkt að fresta leik Grindavíkur og Þórs Þ., í Dominos-deild karla, sem fram átti að fara í Mustad-höllinni í Grindavík í kvöld. Leiknum er frestað vegna veikinda leikmanna Þórs.

Mótanefnd samþykkti beiðni Þórs eftir að hafa fengið læknisvottorð sem staðfestir að stór hluti leikmanna liðsins eru óleikfærir vegna veikinda.