Nýjast á Local Suðurnes

Loka fyrir umferð að gosstöðvunum af öryggisástæðum

Af öryggisástæðum hefur lögreglustjórinn á Suðurnesjum ákveðið að loka fyrir umferð um Suðurstrandarveg að gosstöðvum í Geldingadölum morgun, laugardaginn 3. apríl. Veðurstofan hefur gefið út gula veðurviðvörun fyrir svæðið en veðurspá Veðurstofunnar gerir ráð fyrir suðvestan og síðar vestan 15-23 m/s með rigningu eða súld og lélegu skyggni á gosstöðvunum. Alls ekkert ferðaveður.

Umferð sem nauðsynlega þarf að fara um Suðurstrandarveg mun geta farið framhjá lokunum, segir í tilkynningu frá lögreglu.

Eins og veðurspáin er núna er gert ráð fyrir að opna aftur fyrir umferð að gosstöðvunum á Páskadagsmorgun kl 6:00