Nýjast á Local Suðurnes

Hvassviðri næstu daga – Lægir og hlýnar eftir helgi

Bú­ast má við hvassviðri eða stormi um allt land­ næstu daga að því er fram kem­ur á vef Veður­stof­unn­ar. Skipt­ast munu á sunna­nátt með rign­ingu og hlý­ind­um ann­ars veg­ar og hins veg­ar sval­ari suðvestanátt með élj­um eða skúr­um. Búast má við að vindhraði nái allt að 20 m/s á Suðurnesjum.

Hiti verður á bilinu 3 – 8 stig, en þó má búast við snjó­komu eða slyddu í fyrstu, en síðar rign­ingu. Veður mun síðan skána á sunnudag, en í hugleiðingum veðurfræðings kemur fram að horfur séu á veðurblíðu í byrjun næstu viku og að hlýjast verði sunnanlands.