Hvassviðri næstu daga – Lægir og hlýnar eftir helgi
Búast má við hvassviðri eða stormi um allt land næstu daga að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar. Skiptast munu á sunnanátt með rigningu og hlýindum annars vegar og hins vegar svalari suðvestanátt með éljum eða skúrum. Búast má við að vindhraði nái allt að 20 m/s á Suðurnesjum.
Hiti verður á bilinu 3 – 8 stig, en þó má búast við snjókomu eða slyddu í fyrstu, en síðar rigningu. Veður mun síðan skána á sunnudag, en í hugleiðingum veðurfræðings kemur fram að horfur séu á veðurblíðu í byrjun næstu viku og að hlýjast verði sunnanlands.