Nýjast á Local Suðurnes

Farþegar hvattir til að koma ekki á einkabílum á KEF

Farþegar á leið í flug um Keflavíkurflugvöll í dag eru hvattir til að koma ekki á einkabílum sínum á völlinn. Aðgengi og færi að P3 langtímastæðinu er erfitt vegna skafrennings.

Erfiðlega hefur gengið að ryðja stæðið í gær og í dag. Farþegar eru hvattir til að taka rútur út á flugvöll eða fá far þangað. Tilkynnt verður þegar aðgengi að langtímastæðinu verður orðið betra.