Nýjast á Local Suðurnes

Landhelgisgæslan nýtti æfingaflug til að leita að Birnu meðfram Reykjanesbraut

Fyrr í dag fór þyrlan TF-GNA í reglubundið æfingaflug yfir Reykjanesskaga. Vegna leitarinnar að Birnu Brjánsdóttur flaug þyrlan meðfram Reykjanesbraut frá Straumsvík að Kúagerði og aftur til baka til að kanna hvort nokkrar vísbendingar væri að finna á því svæði. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Landhelgisgæslu Íslands.

Þar kemur einnig fram að önnur þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, muni fara til leitar að stúlkunni um leið og færi gefst, en þyrlan er upptekin vegna umferðarslyss í Öræfum.