sudurnes.net
Landhelgisgæslan nýtti æfingaflug til að leita að Birnu meðfram Reykjanesbraut - Local Sudurnes
Fyrr í dag fór þyrlan TF-GNA í reglubundið æfingaflug yfir Reykjanesskaga. Vegna leitarinnar að Birnu Brjánsdóttur flaug þyrlan meðfram Reykjanesbraut frá Straumsvík að Kúagerði og aftur til baka til að kanna hvort nokkrar vísbendingar væri að finna á því svæði. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Landhelgisgæslu Íslands. Þar kemur einnig fram að önnur þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, muni fara til leitar að stúlkunni um leið og færi gefst, en þyrlan er upptekin vegna umferðarslyss í Öræfum. Meira frá SuðurnesjumSuðurnesjalöggur með leikhæfileika kynna ný umferðarlögHöfðu upp á eigendum reiðufjár – “Strangheiðarlegur borgari klárlega maður dagsins”Advania færði starfsfólki Dósasels góðar gjafirFagnað þegar flugdólgar voru handteknir á Keflavíkurflugvelli – Myndband!Friðrikssynir missáttir með úrslit kosningaBirta áhugavert myndband frá framkvæmdum við flugstöðinaKomu farþegum á Keflavíkurflugvelli skemmtilega á óvartLoka á afgreiðslu skólamáltíða vegna ógreiddra reikningaFramsóknarkona tók baksturinn skrefinu lengra en forsætisráðherra – Myndband!Erfðagripum stolið – Biður fólk að hafa samband við lögreglu séu slíkir munir boðnir til sölu