Nýjast á Local Suðurnes

Fagnað þegar flugdólgar voru handteknir á Keflavíkurflugvelli – Myndband!

Mikil fagnaðarlæti brutust út þegar þremur flugdólgum var vísað úr flugi easyJet frá Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi. Rúmlega 45 mínútna töf varð á fluginu vegna atviksins.

Samkvæmt heimildum DV, sem birti fyrst fréttir af atvikinu, voru dólgarnir þrír afar dónalegir og kröfðust þess ítrekað að fá að fara á klósettið áður en flugvélin færi í loftið. Samkvæmt heimildum sama miðils var um ölvaða einstaklinga að ræða sem engu tauti var við komið.