Nýjast á Local Suðurnes

Nýskráningum fyrirtækja fjölgar og færri fara í þrot

Atvinnulífið á Suðurnesjum er í blóma um þessar mundir, það sýna tölur frá Hagstofunni, en gjaldþrotum fyrirtækja á svæðinu hefur fækkað umtalsvert á milli ára. Á síðasta ári voru skráð 587 gjaldþrot á landinu öllu, þar af urðu 49 fyrirtæki gjaldþrota á Suðurnesjum. Þetta er mikil fækkun frá árinu 2014 þegar 798 fyrirtæki voru tekin til gjaldþrotaskipta á landinu öllu og 75 á Suðurnesjum.

Langflest gjaldþrotin er að finna í flokknum byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð, eða um 20%, það þó í takt við þróun undanfarina ára, en þetta er sá flokkur sem flest gjaldþrot hafa tengst undanfarin ár, þetta er einnig sá flokkur hvar flest fyrirtæki eru skráð. Þá virðist sem verslunarrekstur sé á uppleið á svæðinu en gjaldþrotum í þeim flokki fækkaði umtalsvert árið 2015 miðað við árið á undan.

Suðurnesjamenn eru einnig duglegir við að stofna til reksturs, en 114 fyrirtæki voru stofnuð á svæðinu árið 2015, eða  fimm á hverja 1000 íbúa. Árið 2014 voru stofnuð 101 fyrirtæki á Suðurnesjum.