Nýjast á Local Suðurnes

Skjálftar við Grindavík fundust vel á höfuðborgarsvæðinu og á Akranesi

Þrír öflugir jarðskjálftar sem mældust á bilinu 3,7 til 4,3 og áttu upptök sín nokkra kílómetra frá Grindavík fundust vel á höfuðborgarsvæðinu og á Akranesi.

Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar. Þá hefur fólk af Suðurnesjum verið duglegt við að láta vita af skjálftum á samfélagsmiðlum.