Fyrsti Suðurnesjabjórinn kominn í sölu
Skemmtistaðurinn Paddy’s við Hafnargötu í Reykjanesbæ hefur tekið fyrsta bjórinn sem bruggaður er á Suðurnesjum í sölu.
Bjórinn sem framleiddur er af Litla brugghúsinu í Garði er svokallaður Session IPA og er styrkleikinn 5,6%. Bjórinn er með fersku citra og mosaic humlabragði og ber nafnið Keilir.
Litla brugghúsið var stofnað í maí á þessu ári og er Keilir fyrsta afurð brugghússins.