Nýjast á Local Suðurnes

Björgunarsveitir sækja fólk á Suðurstrandarveg

Mynd: Björgunarsveitin Þorbjörn

Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík stendur í ströngu þessa stundina, en þar á bæ eru menn með tæki og mannskap á Suðurstrandavegi í alveg snarvitlausu veðri að bjarga fólki sem situr fast í bílunum sínum.

Þá er sveitin einnig að sinna brotnum rúðum og fleiru sem er að fjúka í Grindavík.

Búið er að loka Suðurstrandavegi en á myndbandi sem finna má á Facebooksíðu sveitarinnar og er tekið við gatnamótin að Kleifarvatni má sjá að aðstæður eru afar krefjandi á svæðinu.