Nýjast á Local Suðurnes

Yfirlitssýning um feril Björgvins Halldórssonar í Rokksafninu

Yfirlitssýning um feril Björgvins Halldórssonar opnar þann 12. nóvember næstkomandi í Rokksafninu í Reykjanesbæ. Sýningin tekur við af yfirlitssýningu um Pál Óskar og mun standa næsta árið.

Sýningin um Pál Óskar – Einkasafn poppstjörnu – opnaði í fyrra, en það var fyrsta sérsýning Rokksafn Íslands þar sem tiltekinn listamaður eða hljómsveit er sérstaklega tekin fyrir.

Sýning Björgvins hefur hlotið nafnið Þó líði ár og öld. Sýningin sem verður öll hin glæsilegasta opnar sem fyrr segir þann 12. nóvember og er öllum boðið á opnunina.