Nýjast á Local Suðurnes

Átak lögreglu: Allir með allt á hreinu nema tveir

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Um 130 ökumenn sem lögreglan á Suðurnesjum kannaði í morgun við Flugstöð Leifs Eiríkssonar í morgun reyndust vera með allt sitt á hreinu.

Lögregla hafði sett upp umferðalokun og hafði eftirlit með ástandi og réttindum ökumanna sem þar fóru um. Tveir voru þó kærðir fyrir brot á umferðarlögum því annar var ekki með ökuskírteini sitt meðferðis og hinn hafði ekki endurnýjað ökuskírteinið á tilsettum tíma. Hjá hinum 129 var allt í sóma.