Nýjast á Local Suðurnes

Umhverfisvænu hreinsiefnin frá Odin Global spara vinnu og fjármuni

Norska fyrirtækið Odin Global, sem sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum hreinsiefnum, hefur nýlega hafið innflutning á vörum sínum til Íslands. Fyrirtækið býður upp á umhverfivæn hreinsiefni og eru vörur fyrirtækisins, sem upphaflega voru hannaðar til hreinsunar á ryði í skipa-, flutnings- og olíuiðnaði, nú fáanlegar í handhægum umbúðum til einstaklinga hér á landi.

Vörur fyrirtækisins henta einstaklega vel til hreinsunar á ryði, þar sem mögulegt er að sleppa við sandblástur og/eða sýruhreinsun, varan hentar því til dæmis vel til meðhöndlunar á þökum húsa fyrir málun og getur sparað gríðarlega vinnu og fjármuni.

felgur

Blaðamaður Suðurnes.net fékk smá lögg af efninu til að prófa á felgur, sem voru á leið í aðra meðhöndlun sem kostar tugi þúsunda króna – Og árangurinn var ótrúlegur. Efninu var sprautað á að kvöldi og felgurnar háþrýstiþvegnar að morgni, og eins og sjá má á meðfylgjandi mynd þurfa felgur blaðamanns ekki frekari meðhöndlun.

Efnið er sem fyrr segir auðvelt í notkun, því er einfaldlega spreyjað á tæringuna og látið liggja á fletinum í sólahring áður en það er hreinsað af með vatni.

Odin Global vörurnar eru eiturefnalausar og brotna niður í umhverfinu, auk þess sem öll þrif er hægt að gera á staðnum og forðast þannig flutnings- og tækjakostnað.

Hér fyrir neðan er að finna nokkrar fyrir og eftir myndir. Hægt er að kynna sér allt um þetta undraefni á heimasíðu Odin Global, eða með því að hafa samband við samstarfsaðila fyrirtækisins hér á landi í síma 869 7296.

 

skip fyrir

skip eftir

krokur fyrir

krokur i efni

krokur eftir