Nýjast á Local Suðurnes

Fann fíkniefni og var gripinn við akstur undir áhrifum

Tveir ökumenn sem lögreglan á Suðurnesjum hefur tekið úr umferð á undanförnum dögum vegna gruns um fíkniefnaakstur reyndust vera með fíkniefni í fórum sínum.

Annar ökumannanna kvaðst hafa fundið fíkniefnin sem voru í tveimur pokum og var hann að auki án ökuréttinda. Einn ökumaður til viðbótar var svo handtekinn, einnig grunaður um fíkniefnaakstur.