Nýjast á Local Suðurnes

Sigrar hjá Njarðvík og Víði í 2. deildinni

Njarðvík styrkti stöðu sína á toppi 2. deildarinnar í knattspyrnu, en liðið lagði Fjarðabyggð að velli í Njarðvík með tveimur mörkum gegn einu. Fjarðabyggð komst yfir um miðjan fyrri hálfleik, en Arnar Helgi Magnússon jafnaði metin fljótlega eftir að flautað var til þess síðari. Andri Fannar Freysson tryggði Njarðvíkingum svo áframhaldandi veru á toppi deildarinnar á 85. mínútu.

Víðismenn gerðu góða ferð í Vesturbæ Reykjavíkur þar sem liðið lagði KV að velli. Aleksandar Stojkovic skoraði fyrsta mark Víðsmanna af þremur á 40. mínútu, Patrik Snær Atlason bætti öðru marki við á 72. mínútu og Helgi Þór Jónsson innsiglaði sigur Víðis undir lok leiksins.

Njarðvíkingar eru sem fyrr segir á toppi deildarinnar, en Víðismenn eru í fjórða sæti, eftir 15 umferðir.