Keflavík á toppinn eftir góðan sigur á Selfossi

Toppsæti Inkasso-deildarinnar í knattspyrnu er Keflvíkinga, eftir 2-1 sigur á Selfyssingum á Já-vellinum á Selfossi í kvöld.
Jeppe Hansen skoraði fyrra mark Keflvíkinga strax á 3. mínútu og Marc McAusland það seinna á 52. mínútu. Svavar Berg Jóhannsson minnkaði muninn fyrir Selfoss á 63. mínútu.