Nýjast á Local Suðurnes

Keflavík á toppinn eftir góðan sigur á Selfossi

Topp­sæti In­kasso-deild­ar­inn­ar í knattspyrnu er Keflvíkinga, eftir 2-1 sigur á Sel­fyss­ing­um á Já-vellinum á Selfossi í kvöld.

Jeppe Han­sen skoraði fyrra mark Keflvíkinga strax á 3. mín­útu og Marc McAus­land það seinna á 52. mín­útu. Svavar Berg Jó­hanns­son minnkaði mun­inn fyr­ir Sel­foss á 63. mínútu.