Nýjast á Local Suðurnes

Aðstaða siglingaklúbbs verði í Gróf

Hótel Berg við smábátahöfnina

Íþrótta- og tómstundaráð Reykjanesbæjar skoðar, í samstarfi við Reykjaneshöfn, möguleika á aðstöðusköpun í tengslum við stofnun siglingarklúbbs sem hluta af æskulýðsstarfi sveitarfélagsins.

Horft hefur verið til þess að slík aðstaða yrði við Smábátahöfnina í Gróf, t.d. í bráðabirgðahúsnæði sem er þar til staðar. Óskað er eftir afstöðu Reykjaneshafnar til viðkomandi hugmyndar. Erindi þess efnis var lagt fram á fundi Stjórnar Reykjaneshafnar sem samkvæmt fundargerð fagnar viðkomandi hugmynd og telur hana falla vel að framtíðarsýn Reykjaneshafnar. Ef af yrði mun Reykjaneshöfn taka jákvætt í stöðuleyfi vegna viðkomandi bráðabirgðahúsnæðis til að lágmarki eins árs með möguleika á framlengingu, að því tilskyldu að vera þess raski ekki starfsemi hafnarinnar. Erindið var samþykkt samhljóða af stjórn hafnarinnar.