Nýjast á Local Suðurnes

Ekki ákveðið hvort gripið verði til aðgerða á KEF vegna komu véla frá Tenerife

Ekki hefur verið ákveðið hvort gripið verði til sérstakra ráðstafana á Keflavíkurflugvelli vegna kórónaveirunnar sem upp hefur komið á Tenerife, en tvær flugvélar frá eyjunni munu lenda á Keflavíkurflugvelli í dag og kvöld.

Almannavarnir munu funda um málið í dag og fylgjast með þróun mála. Frá þessu er greint á vef Vísis.

Flug Norwegian Air er á áætlun síðdegis og flug Icelandair siðar í kvöld.