Nýjast á Local Suðurnes

Farþegar sátu fastir um borð í vél Norwegian á Keflavíkurflugvelli

Farþegar norska flugfélagsins Norwegian Air sátu fastir um borð í flugvél félagsins á Keflavíkurflugvelli í rúma klukkustund í kvöld, en vélin gat ekki tengst flugstöðinni vegna veðurs. Flugvélin kom frá Osló og lenti á Keflavíkurflugvelli rétt eftir klukkan 19.00.

Þetta staðfesti upplýsingafulltrúi ISAVIA, Guðni Sigurðsson, í samtali við Vísi. Hann segir að verklagsreglur Norwegian Air hafi gert það að verkum að flugvélin hafi verið sú eina af þeim sem lentu í kvöld sem ekki gat lagst að flugvellinum.