Nýjast á Local Suðurnes

easyJet bætir í – Flogið verður 73 sinnum í viku frá KEF til London

Forsvarsmenn breska lággjaldaflugfélagsins easyJet ætla að bæta í Íslandsflugið frá London og bjóða upp á 26 ferðir í viku, en þær hafa verið 20 undanfarna mánuði. Talsmaður easyJet, segir í svari við fyrirspurn ferðavefs Túrista að ástæðan fyrir þessari aukningu sé áframhaldandi mikil eftirspurn eftir flugi til Íslands frá Bretlandi, en félagið flýgur hingað frá sjö breskum flughöfnum, þar af þremur í nágrenni við London.Icelandair, WOW-air, Norwegian og British Airways bjóða einnig upp á flug til London, en samtals munu þessi flugfélög bjóða upp á ferðir 73 sinnum í viku hverri frá Keflavíkurflugvelli til London en til samanburðar voru ferðirnar 19 í febrúar 2012 þegar Icelandair og Iceland Express voru ein um flugleiðina.