Nýjast á Local Suðurnes

Stór Ljósanæturfáni verður dreginn að húni við setningarathöfnina

Blöðrum verður ekki sleppt við setningarathöfnina að þessu sinni

Bæjarráð samþykkti á dögunum tillögu menningarfulltrúa um að einn liður í setningarathöfn Ljósanætur með leik- og grunnskólabörnum bæjarins á fimmtudeginum verði með þeim hætti að stór Ljósanæturfáni verði dreginn að húni á fánastönginni í skrúðgarðinum og látinn hanga út hátíðina. Áður hefur verið ákveðið að sú hefð að sem skapast hafi, að sleppa blöðrum á setningarhátíðinni verði ekki hluti af hátíðinni í ár.

Ljósanótt er bæjarhátíð Reykjanesbæjar og við hæfi að tengja hátíðina við helsta hátíðartákn Reykjanesbæjar; fánastöngina í skrúðgarðinum, segir í fundargerð bæjarráðs.