Nýjast á Local Suðurnes

Lítilsháttar umferðartafir á Garðvegi vegna malbikunarframkvæmda

Í dag, Þriðjudaginn 27. júní, verður malbikað hægri og vinstri öxl á Garðvegi, frá hringtorginu Mánatorgi að Hólmsvelli.

Annarri akreininni verður lokað í einu, umferðahraði verður lækkaður framhjá vinnusvæðinu og má búast við lítilsháttar umferðartöfum. Lokanir verða merktar meðan á framkvæmd stendur. Áætlað er að framkvæmdirnar standi yfir milli kl 09:00 til kl. 18:00.