Nýjast á Local Suðurnes

Lögregla í könnunarleiðangur á jarðskjálftasvæði

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra fylgist vel með aðstæðum í Krýsuvík í kjölfarið á stórum jarðskjálfta, 5,6 að stærð, sem átti upptök sín á svæðinu.

Í tilkynningu á Facebook-síðu Almannavarna segir að fylgst verði með þróun mála í samvinnu við lögregluembættin á höfuðborgarsvæðinu, á Suðurnesjum og á Suðurlandi auk Veðurstofunnar. Lögreglumenn munu fara um svæðið, meðal annars í Krýsuvík, til að kanna áhrif skjálftans. Nokkur hundruð eftirskjálftar hafa mælst á svæðinu, sá stærsti 4,1 að stærð.