sudurnes.net
Lögregla í könnunarleiðangur á jarðskjálftasvæði - Local Sudurnes
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra fylgist vel með aðstæðum í Krýsuvík í kjölfarið á stórum jarðskjálfta, 5,6 að stærð, sem átti upptök sín á svæðinu. Í tilkynningu á Facebook-síðu Almannavarna segir að fylgst verði með þróun mála í samvinnu við lögregluembættin á höfuðborgarsvæðinu, á Suðurnesjum og á Suðurlandi auk Veðurstofunnar. Lögreglumenn munu fara um svæðið, meðal annars í Krýsuvík, til að kanna áhrif skjálftans. Nokkur hundruð eftirskjálftar hafa mælst á svæðinu, sá stærsti 4,1 að stærð. Meira frá SuðurnesjumMikill áhugi á Græna iðngarðinum í HelguvíkVinnuhópur um framtíðarsýn í leikskólamálum í Sandgerði skilar skýrsluVísbendingar um kvikusöfnunSkjálfti fannst víðaFyrirkomulag Ljósanætur ákveðið eftir nokkra dagaEkki bólusett gegn mislingum á Suðurnesjum í biliEkki ákveðið hvort gripið verði til aðgerða á KEF vegna komu véla frá TenerifeTveir snarpir og 40 eftirskjálftar við GrindavíkVerulega dregið úr skjálftavirkni í nágrenni GrindavíkurSveitarfélögin bera engan kostnað af fyrirhugaðri fluglest