Nýjast á Local Suðurnes

Reynir vann nágrannaslaginn

Sandgerðingarnir úr Reyni gerðu góða ferð yfir í Garð í kvöld þegar þeir heimsóttu Víðismenn í 3ju deildinni í knattspyrnu. Nágrannaslagnum lauk með 0-1 sigri gestana og skoraði Pétur Þór Jaidee sigurmarkið um miðjan síðari hálfleik.

Víðismenn hafa enn ekki sigrað leik í deildinni á þessu tímabili og verma neðsta sætið með 2 stig en Reynismenn eru á fullu í toppbaráttunni með 16 stig eftir átta umferðir og sitja í 3ja sæti.