Nýjast á Local Suðurnes

Grindvíkingar lögðu Njarðvíkinga í Ljónagryfjunni

Grindavíkurstúlkur gerðu góða ferð til Njarðvíkur í dag þegar þær lögðu heimamenn að velli með 85 stigum gegn 59. Grindvíkingar léku við hvern sinn fingur fyrir utan þriggja stiga línuna, en þær skoruðu 16 slíkar í leiknum.

Njarðvíkurstúlkur héldu í við Grindvíkinga í fyrri hálfleik, en 13 stigum munaði á liðunum í leikhléi, 31-44. Síðari hálfleikurinn var Njarðvíkingum síðan erfiður þar sem vörn Grindvíkinga small saman auk þess sem hvert þriggja stiga skotið af öðru rataði ofan í körfuna.

Ashley Grimes gerði 26 stig fyrir Grindavík og þær Petrúnella Skúladóttir og Ingunn Embla Kristínardóttir skoruð 17 stig hvor. Carmen Tyson-Thomas var stigahæst Njarðvíkinga með 19 stig og Soffía Rún Skúladóttir skoraði 11 stig.