Nýjast á Local Suðurnes

Nýr Óli á Stað GK kominn á veiðar

Mynd: Aflafréttir

Nýr bátur Stakkavíkur ehf., í Grindavík, Óli á Stað GK, er kominn á veiðar, þremur árum eftir að smíði á honum hófst. Um er að ræða fimmta bátinn sem ber þetta nafn, en stærsti báturinn sem hefur borið nafnið Óli á Stað GK er Erling KE.

Þetta kemur fram á vef Aflafrétta, en þar er smíðasaga bátsins og annars báts, sem ber sama nafn og var seldur frá Grindavík, ásamt kvóta á síðasta ári.