Nýjast á Local Suðurnes

Óvenjumörg umferðaróhöpp á Suðurnesjum

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Óvenjumörg umferðaróhöpp hafa verið í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni en engin alvarleg slys á fólki.

Lögreglan greinir frá tveimur slíkum í tilkynningu til fjölmiðla. Ökumaður sem var að aka Byggðaveg missti skyndilega stjórn á bíl sínum með  þeim afleiðingum að hann byrjaði að snúast og stöðvaðist á ljósastaur.

Annar ökumaður blindaðist af sól sem er lágt á lofti þessa dagana og ók á bíl sem verið var að bakka út úr stæði á Njarðvíkurbraut. Bíllinn sem ekið var á lenti á þriðja bílnum sem var kyrrstæður og mannlaus.