Átta bíla árekstur á Reykjanesbraut

Átta bíla árekstur varð á Reykjanesbraut um þrjúleytið í dag og búið er að loka veginum á milli Suðurnesja og Hafnarfjarðar. Áreksturinn átti sér stað við afleggjarann að Vogum á Vatnsleysuströnd. Lítil slys urðu á fólki.
Aftakaveður er á brautinni, fljúgandi hálka, ekkert skyggni og hávaðarok.