Nýjast á Local Suðurnes

Isavia þarf að afhenda gögn vegna útboðs – Kaffitár íhugar að stefna

Isavia þarf að afhenda Kaffitári öll gögn um útboð á veitinga- og verslunarhúsnæði í Leifsstöð sem fram fór á síðasta ári, Þetta kemur fram í niðurstöðu úrskurðarnefndar um upplýsingamál og Stundin fjallar um í dag.

Forsaga málsins er sú að 71 tilboð barst í veitinga- og verslunarrýmið þegar útboðið fór fram og voru ýmis fyrirtæki eins og Kaffitár og minjagripafyrirtækið Drífa ósátt við að fá ekki áfram inni í Leifsstöð.

Drífa hefur nú þegar stefnt rekstraraðila flugstöðvarinnar, ríkisfyrirtækinu Isavia og Kaffitár íhugar að gera slíkt hið sama samkvæmt frétt Stundarinnar.

Þetta var fullnaðarsigur fyrir okkur og erum alsæl með þetta. […] Okkur finnst bara með ólíkindum sum einkunnagjöfin sem við fengum í útboðinu og það styður það að þetta hafi ekki verið vel unnið,“ segir Aðalheiður Héðinsdóttir, stofnandi og eigandi Kaffitárs, við Stundina.