Nýjast á Local Suðurnes

Árituð treyja Arnórs Ingva á uppboði

Arnór Ingvi Traustason leikmaður Norköpping í Svíþjóð og landsliðsmaður í knattspyrnu hefur verið á skotskónum að undanförnu, hann hefur skorað þrjú mörk í sex leikjum landsliðsins og með því væntanlega tryggt sér farmiða á Evrópumótið í íþróttinni sem fram fer í Frakklandi í sumar.

Kappinn mætti á skrifstofu knattspyrnudeildar Keflavíkur á dögunum og gaf treyju sem hann klæddist í landsleiknum gegn Grikkjum ekki alls fyrir löngu, Arnór skoraði glæsilegt mark i þeim leik og átti skot í slá, Arnór sem vék fyrir Gylfa Sigurðssyni í leikhléi var einn besti maður liðsins í leiknum. Treyjan verður boðin upp á herrakvöldi knattspyrnudeildarinnar miðvikudaginn 20.apríl næstkomandi.

Arnór Ingvi lék með Njarðvíkingum og Keflvíkingum hér á landi áður en hann hélt út í atvinnumennskuna.

arnor ingvi áritar