Sveindís skoraði tvö í fyrsta úrvalsdeildarleiknum
Sveindís Jane Jónsdóttir var í fyrsta skipti í byrjunarliði Wolfsburg þegar liðið tók á móti Köln í Þýsku úrvalsdeildinni.
Það er óhætt að segja að Sveindís hafi farið vel af stað, en hún skoraði tvö mörk áður en henni var skipt útaf í leikhléi.