Nýjast á Local Suðurnes

Breyta skemmtistað í eitt stórt draugahús fyrir Halloween – Myndband!

Skemmtistaðnum H-30 bar við Hafnargötu í Reykjanesbæ verður breytt í eitt stórt draugahús fyrir Halloweenhátíð sem haldin verður á staðnum laugardagskvöldið 29. október næstkomandi. Auk breytinganna á staðnum verður starfsfólk staðarins í búningum við hæfi.

Miðaverði á viðburðinn, sem bannaður er einstaklingum sem ekki hafa náð 18 ára aldri, hefur verið stillt í hóf, en það kostar litlar 1.000 krónur inn. Þá verða ýmis tilboð í gangi á staðnum. Allar nánari upplýsingar má finna á Fésbókarsíðu H-30 Bar.

Hér fyrir neðan má sjá myndbönd sem tekin voru þegar unnið var við breytingarnar og frá síðustu Halloweenhátíð sem haldin var á skemmtistaðnum við góðar undirtektir.